Þingforseti endurkjörinn óvænt

Yael Braun-Pivet á þingfundi í kvöld.
Yael Braun-Pivet á þingfundi í kvöld. AFP

Yael Braun-Pivet var óvænt endurkjörin forseti neðri deildar franska þingsins í kvöld en Braun-Pivet er þingmaður miðflokkabandalags Emmanues Macrons, forseta Frakklands. 

Pattstaða hefur verið á franska þinginu eftir þingkosningar í byrjun júlí en kjör Braun-Pivet er þó talin geta verið vísbending um að takist að mynda nýjan meirihluta. 

Braun-Pivet fékk 220 atkvæði í þriðju umferð forsetakjörs neðri deildarinnar. André Chassaigne,  fulltrúi bandalags vinstri flokka fékk 207 atkvæði og Sébastien Chenu, sem var fulltrúi flokka lengst til hægri, fékk 141 atkvæði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert