Von der Leyen endurkjörin forseti

Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. AFP

Ursula von der Leyen verður áfram forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins næstu fimm árin.

Kosning Evrópuþingsins um embættið fór fram fyrr í dag.

401 kaus með von der Leyen, 284 kusu á móti henni en 15 sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

Forseti næstu fimm árin

Leiðtog­ar aðild­ar­landa Evr­ópu­sam­bands­ins tilnefndu von der Leyen í síðasta mánuði til að gegna embættinu næstu fimm árin. Hún hefur gegnt embættinu síðustu fimm ár.

Í embættistíð von der Leyen hefur hún þurft að takast á við strembin verkefni. Heimsfaraldurinn covid-19 fyrir það fyrsta og svo innrás Rússlands í Úkraínu.

Von der Leyen er Þjóðverji og miðju-hægrimaður en hún er flokksmaður í Kristilegum Demókrötum. Hún er læknir að mennt og sjö barna móðir. 

Þakklát fyrir kosninguna

„5 ár í viðbót. Ég get ekki lýst því hversu þakklát ég er fyrir traust allra sem kusu mig,“ segir von der Leyen í færslu á miðlinum X. 

Fjöldinn allur af leiðtogum ríkja í Evrópu hafa óskað henni til hamingju með kosninguna. Meðal þeirra er Olaf Scholz Þýskalandskanslari og Donald Tusk forsætisráðherra Póllands. 

Guardian

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert