Ursula von der Leyen verður áfram forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins næstu fimm árin.
Kosning Evrópuþingsins um embættið fór fram fyrr í dag.
401 kaus með von der Leyen, 284 kusu á móti henni en 15 sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
Leiðtogar aðildarlanda Evrópusambandsins tilnefndu von der Leyen í síðasta mánuði til að gegna embættinu næstu fimm árin. Hún hefur gegnt embættinu síðustu fimm ár.
Í embættistíð von der Leyen hefur hún þurft að takast á við strembin verkefni. Heimsfaraldurinn covid-19 fyrir það fyrsta og svo innrás Rússlands í Úkraínu.
Von der Leyen er Þjóðverji og miðju-hægrimaður en hún er flokksmaður í Kristilegum Demókrötum. Hún er læknir að mennt og sjö barna móðir.
„5 ár í viðbót. Ég get ekki lýst því hversu þakklát ég er fyrir traust allra sem kusu mig,“ segir von der Leyen í færslu á miðlinum X.
5 more years.
— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) July 18, 2024
I can’t begin to express how grateful I am for the trust of all MEPs that voted for me. pic.twitter.com/d9n3yfIVtS
Fjöldinn allur af leiðtogum ríkja í Evrópu hafa óskað henni til hamingju með kosninguna. Meðal þeirra er Olaf Scholz Þýskalandskanslari og Donald Tusk forsætisráðherra Póllands.
Congratulations on your re-election, Ursula @vonderleyen – a clear sign of our ability to act in the European Union, especially in difficult times. Europeans expect us to take Europe forward. Let's do it! pic.twitter.com/nlMFE9nZha
— Bundeskanzler Olaf Scholz (@Bundeskanzler) July 18, 2024
Congratulations on your reappointment, dear Ursula. Times are hard, but with your courage and determination, I’m sure you’ll do a great job. We will do, together.
— Donald Tusk (@donaldtusk) July 18, 2024