Barnsrán færast í aukana í Finnlandi

Barnsránum hefur fjölgað verulega í Finnlandi á síðustu árum.
Barnsránum hefur fjölgað verulega í Finnlandi á síðustu árum. Ljósmynd/Colourbox

Tilvikum þar sem börnum er rænt í Finnlandi hefur fjölgað til muna á undanförnum árum.

Finnska ríkisútvarpið YLE greinir frá.

Yfirvöld þar í landi skráðu í fyrra 43 tilvik þar sem grunur var um að barni hefði verið rænt. Þetta er nær þreföldun í tilvikum frá árinu 2019, en þá voru 15 tilvik skráð. 

Oftast eftir skilnað foreldra

Barnsrán er það kallað þegar barn er ólöglega flutt frá búsetulandi sínu eða því er ekki aftur skilað þangað. Þessi rán eiga sér oftast stað eftir að foreldrar barns skilja og annað foreldrið tekur barnið í burtu. 

Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Finnlands eru flest barnanna flutt til Írak, en margir Írakar komu til Finnlands í flóttamannabylgjunni á árunum 2015 og 2016. 

„Þegar foreldrar skilja er það oftast pabbinn sem fer með börnin til Íraks,“ segir Tarja Raisanen, talskona samtaka fyrir börn sem er rænt.

Hún segir að þessi mál séu ólík hefðbundnum barnsránum að því leyti að í þeim eru yfirleitt báðir foreldrar frá Írak en annars í flestum tilvikum er annað foreldrið Finni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert