Blaðamanni gert að greiða Meloni bætur fyrir grín

Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu.
Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu. AFP/Alberto Pizzoli

Ítalskur blaðamaður hefur verið skikkaður til þess að greiða forsætisráðherra Ítalíu, Georgiu Meloni, skaðabætur fyrir að hafa gert grín að hæð hennar á samfélagsmiðlum.

CNN greinir frá því að blaðamaðurinn, Giulia Cortese, hafi birt færslu á samfélagsmiðlinum X árið 2021, þar sem hún hafði sagst eigi hræðast Meloni, hún væri aðeins 1,20 metrar á hæð. Hún sæi hana ekki einu sinni.

Meloni kærði Cortese fyrir fyrrnefnd ummæli og Cortese hefur verið dæmd til þess að greiða forsætisráðherranum 5.000 evrur eða tæpar 800 þúsund íslenskar krónur í skaðabætur.

Yfirvöld eigi erfitt með málfrelsi

Cortese hefur tjáð sig um málið á X og segir ítölsk yfirvöld eiga erfitt með málfrelsi. Ítalía sé að þokast í átt að Ungverjalandi undir stjórn Viktors Orbans, forsætisráðherra þar í landi.

Greint er frá því að Meloni muni gefa upphæðina til góðgerðarmála fái hún bæturnar greiddar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert