Donald Trump: „Ég á ekki að vera hér“

Trump flutti langa ræðu í gær.
Trump flutti langa ræðu í gær. AFP/Getty Images/Andrew harnik

„Það spýttist blóð út um allt, en á vissan hátt fannst mér ég samt sem áður mjög öruggur því Guð var með mér í liði,“ sagði Donald Trump forsetaframbjóðandi á landsfundi repúblikana í gærkvöldi, í sinni fyrstu opinberu ræðu síðan hann var skotinn í eyrað síðasta laugardag.

Ræða hans var löng en hann notaði fyrstu 20 mínúturnar til að segja fólki frá upplifun sinni af banatilræðinu og talaði um að sameina þjóðina.

„Þið munið aldrei heyra þetta aftur frá mér því það er of sárt að segja frá því,“ sagði hann um banatilræðið.

Donald Trump var skotinn í banatilræði á laugardag.
Donald Trump var skotinn í banatilræði á laugardag. AFP/Getty Images/Anna Moneymaker

„Þetta getur bara verið byssukúla“

Banatilræðið var á kosningafundi Trumps í Butler í Pennsylvaníu. Hann var skotinn í eyrað, einn lést og tveir særðust.

„Ég heyrði háan hvin frá hlut sem þaut framhjá og fann eitthvað lenda harkalega á hægra eyranu. Ég sagði við sjálfan mig: „Vá, hvað var þetta – þetta getur bara verið byssukúla“ – færði hægri hönd að eyranu og höndin varð alblóðug,” sagði hann.

Hann kvaðst hafa strax áttað sig á að gerð hefði verið árás á hann og fleygði sér því strax í jörðina.

Nokkrum sekúndum eftir árásina var hann kominn með hnefann á …
Nokkrum sekúndum eftir árásina var hann kominn með hnefann á lofti. AFP

Leit til hliðar í tæka tíð

Mörg myndskeið á netinu hafa sýnt hve ótrúlega nálægt Trump hafi verið dauða sínum.

Örskömmu fyrir skotárásina leit hann til hægri á skjávarpa og einmitt þá lenti kúlan í eyranu á honum í stað þess að fara beint í höfuðkúpuna.

„Hefði ég ekki hreyft höfuðið á þessari stundu hefði skotið frá morðingjanum hitt í mark og ég væri ekki með ykkur í kvöld. Við hefðum ekki verið saman.“

Hann þakkaði öryggisgæslunni fyrir hetjudáð með því að hafa varið hann og aðra.

Þakkar Guði

„Ég ætti ekki að vera hér í kvöld,“ sagði hann og fékk þá að heyra frá fólki í salnum: „Jú, það áttu víst.”

Hann þakkaði fyrir viðbrögð fólksins og sagði svo:

„Ég stend fyrir framan ykkur í þessum sal aðeins fyrir náð Guðs almáttugs.

Hann vottaði fjöl­skyldu Corey Compertore, mann­in­um sem lést í skotárás­inni, samúð sína. Á sviðinu með honum var slökkviliðsfatnaður Corey, en hann var slökkviliðsmaður.

Cor­ey Com­peratore, fimm­tug­ur slökkviliðsmaður sem var myrt­ur af árás­ar­manninum, lést …
Cor­ey Com­peratore, fimm­tug­ur slökkviliðsmaður sem var myrt­ur af árás­ar­manninum, lést við að skýla eig­in­konu sinni og dótt­ur fyr­ir byssu­kúl­um. ANDREW HARNIK
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert