Uppreisnarhópur Húta í Jemen hefur lýst ábyrgð á drónaárás á Tel Avív í Ísrael í nótt.
Hútar réðust á íbúðablokk og lést einn Ísraeli og fjórir aðrir særðust.
Hútar, sem studdir eru af klerkastjórninni í Íran, notuðust við nýja tegund af dróna sem þeir nefna Yafa og á hann að geta komist hjá loftvörnum Ísraelsmanna, að sögn talsmanns Húta.
A residential building in Central Tel Aviv was struck by an Iranian UAV launched from Yemen, leading to at least one civilian casualty and many injured.
— Israel Defense Forces (@IDF) July 19, 2024
We will continue operating to better protect Israelis against terrorism on all fronts. pic.twitter.com/SqGdcDRVT7
„Hér fara Ísraelsmenn að vinna. Hér fara ferðamenn á ströndina eða versla. Hér er hægt að fá sér kaffi og njóta föstudagsmorgna í Tel Avív. Hér er þar sem íranskur dróni frá Jemen flaug á íbúðabyggingu,“ segir í færslu ísraelska hersins sem sýnir hvar sprengingin varð og nærumhverfið.
Hútar hóta því nú að gera Tel Avív að lykilskotmarki eftir að hafa hingað til aðallega ráðist á flutningaskip á Rauðahafi. Byrjuðu þeir þeim árásum til stuðnings hryðjuverkasamtakanna Hamas.
Segja Hútar að þeir muni halda áfram árásum sínum þar til Ísrael hættir stríði sínu við Hamas.
Here, Israelis go to work.
— Israel Defense Forces (@IDF) July 19, 2024
Here, tourists go to the beach or shop.
Here, you can sit for a coffee and enjoy a Friday morning in Tel Aviv.
Here is where today an Iranian UAV from Yemen struck a residential building. pic.twitter.com/1SWQpFQxOA