Kerfisbilunin rakin til netöryggisfyrirtækis

Meiriháttar kerfisbilun hjá Microsoft hefur valdið miklum röskunum víðs vegar …
Meiriháttar kerfisbilun hjá Microsoft hefur valdið miklum röskunum víðs vegar um heim. AFP/Denis Charlet

Meiriháttar kerfisbilun hjá Microsoft má rekja til gallaðrar kerfisuppfærslu frá netöryggisfyrirtækinu Crowdstrike, að sögn bandaríska flugfélagsins American Airlines.

Þetta kemur fram á vef BBC.

Búið er að kyrrsetja eða fresta flugferðum á flugvöllum víðs vegar um heiminn vegna tæknilegra örðugleika sem skekja nú heimsbyggðina.

Fjölmiðlar, lestarkerfi, heilbrigðisþjónusta, fjarskiptafyrirtæki, bankar og jafnvel Ólympíuleikarnir finna fyrir áhrifum kerfisbilunarinnar.

Vegna rekstrartruflana geta viðskiptavinir Landsbankans ekki skráð sig inn í netbankann og í Landsbanka-appið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert