Gagnaöryggisfyrirtækið CrowdStrike hefur fundið rót kerfishrunsins í morgun og framkvæmt uppfærslu sem ræður bót á henni. Frá þessu greindi George Kurtz stjórnarformaður fyrirtækisins á samfélagsmiðlinum X rétt í þessu.
„CrowdStrike vinnur ötullega með þeim viðskiptavinum sem orðið hafa fyrir skakkaföllum af völdum kerfishrunsins og hefur fundið galla í uppfærslu fyrir Windows-netþjóna... Vandinn hefur verið greindur, einangraður og brugðist við honum,“ skrifar stjórnarformaðurinn.