Búist er við því að ný réttarhöld, í kjölfar ógildingar dóms yfir kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein, hefjist 12. nóvember.
Weinstein var dæmdur fyrir nauðgun í málinu og til 23 ára fangelsisvistar.
CBS greinir frá.
Dómur í máli Weinstein frá árinu 2020 var ógiltur í apríl á þessu ári og vísað á ný til lægra dómstigs.
Dómurinn var ógiltur þar sem dómarinn í málinu er talinn hafa gert mistök með því að leyfa saksóknurum í málinu að kalla til vitni sem sögðu frá atburðum sem voru ekki hluti af ákæru málsins.
Greint er frá því að saksóknari hyggist bera fram ný sönnunargögn máli sínu til stuðnings en fleiri konur hafi fallist á að bera vitni gegn Weinstein.