Turkish Airlines aflýsa 84 ferðum

Búið er að kyrr­setja eða fresta flug­ferðum á flug­völl­um víðs …
Búið er að kyrr­setja eða fresta flug­ferðum á flug­völl­um víðs veg­ar um heim­inn. AFP/Ozan Kose

Turkish Airlines hafa aflýst 84 flugferðum vegna bilunar í Microsoft-stýrikerfum sem hefur haft áhrif víða um veröld.

„Til að koma í veg fyrir röskun verður nokkrum flugferðum aflýst og flugáætlunin okkar  kemst smám saman í eðlilegt horf,“ skrifar Yahya Ustun hjá Turkish Airlines á X.

Meiri­hátt­ar kerf­is­bil­un hjá Microsoft má rekja til gallaðrar kerf­is­upp­færslu frá netör­ygg­is­fyr­ir­tæk­inu Crowd­strike.

Áhrifanna gætir víða

Búið er að kyrr­setja eða fresta flug­ferðum á flug­völl­um víðs veg­ar um heim­inn vegna tækni­legra örðug­leika sem skekja nú heims­byggðina.

Fjöl­miðlar, lest­ar­kerfi, heil­brigðisþjón­usta, fjar­skipta­fyr­ir­tæki, bank­ar og jafn­vel skipuleggjendur Ólymp­íu­leik­anna finna fyr­ir áhrif­um kerf­is­bil­un­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka