Umdeildur forseti sækist eftir endurkjöri

Samflokksmenn Saied hafa sakað hann um valdarán.
Samflokksmenn Saied hafa sakað hann um valdarán. AFP

Kais Saied, forseti Túnis, tilkynnti í dag að hann sækist eftir endurkjöri í komandi forsetakosningum í október. Hann segist vera svara „heilögu kalli þjóðarinnar“ með framboði sínu.

Forsetinn er afar umdeildur og hafa samflokksmenn hans sagt hann sekan um valdarán.

Þremur árum eftir að Saied tók við forsetaembættinu leysti hann upp þingið og vék forsætisráðherranum úr starfi. Miklar óeirðir brutust út í landinu í kjölfarið.

Hugsanlegir keppinautar fangelsaðir

Þeir sem höfðu þegar tilkynnt framboð sitt til forseta sæta nú fangelsisvist eða eru ákærðir. Meðal þeirra er Lotfi Mraihi sem er formaður vinstriflokksins í Túnis. Hann hlaut átta mánaða fangelsisdóm í dag og ævilangt bann við að bjóða sig fram. 

Amnesty International hafa lýst áhyggjum af pólitíska landslaginu í Túnis fyrir komandi kosningar. 

„Þessar handtökur eru sérstakt áhyggjuefni fyrir komandi forsetakosningar,“ sögðu samtökin og kalla eftir því að „virðingaleysi yfirvalda fyrir mannréttindum andstæðinga þeirra verði hætt“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert