Dreng bjargað úr móðurkviði eftir árás Ísraelshers

Drengurinn hefur fengið nafnið Malek Yasine.
Drengurinn hefur fengið nafnið Malek Yasine. AFP/Eyad Baba

Sjúkrahús á Gasa greindi frá því í dag að starfsfólki tókst að bjarga dreng úr móðurkviði eftir að konan lést af sárum sínum.

Auk konunnar létust 24 í árás Ísraelshers á Nuseirat–flóttamannabúðirnar á Gasa í nótt, þar á meðal voru sex einstaklingar úr sömu fjölskyldu.

Ola Adnan Harb al-Kurd var komin níu mánuði á leið er hún lést af sárum sínum á Al-Awda sjúrkahúsinu.

Í ómskoðun heyrðist hjartsláttur barnsins og framkvæmdu læknar því bráðakeisara til þess að bjarga lífi barnsins. 

Var í lífshættu

Drengurinn var í lífshættu en eftir að hann fékk súrefni og læknisaðstoð varð ástand hans stöðugt. 

Hann var settur í hitakassa og fluttur á  Al-Aqsa sjúkrahúsið í Deir el-Balah.

Kurd var ein þriggja kvenna sem lést í árásinni. Eiginmaður hennar særðist í árásinni. 

Í yfirlýsingu Ísraelshers sagði að „markvissar árásir hefðu verið gerðar á innviði hryðjuverkamanna“.

24 létust í árás Ísraelshers á Nuseirat–flóttamannabúðirnar á Gasa í …
24 létust í árás Ísraelshers á Nuseirat–flóttamannabúðirnar á Gasa í nótt, AFP/Eyad Baba
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert