Ellefu létust er brú hrundi

Miklar rigningar hafa skekið norður– og miðhluta Kína síðustu daga.
Miklar rigningar hafa skekið norður– og miðhluta Kína síðustu daga. AFP

Að minnsta kosti ellefu létust og 30 er enn saknað eftir að brú hrundi í Norður–Kína eftir úrhelli í gærkvöldi.

Miklar rigningar hafa skekið norður– og miðhluta Kína síðustu daga. Flóð hafa valdið miklum eyðileggingum. 

Brúin sem hrundi er í Shaanxi–héraði. Þeir sem létust fundust látnir í fimm bifreiðum sem höfðu fallið í ánna undir brúnni. 

Vitni, sem kínverskir miðlar ræddu við, sagði að ökumenn höfðu öskrað á hann að stansa samstundis er hann kom að brúnni. 

„Sendiferðabíll fyrir framan mig stansaði ekki“ og féll í ánna sagði maðurinn. 

XiJinping, forseti Kína, hefur hvatt viðbragðsaðila til að finna þá sem er enn saknað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert