Hver var hvati Crooks?

Stuningsmaður Trumps með mynd af Crooks fyrir utan landsfund Repúblikanaflokksins …
Stuningsmaður Trumps með mynd af Crooks fyrir utan landsfund Repúblikanaflokksins sem fór fram í vikunni. Jim Vondruska/Getty Images/AFP

Margt er enn á huldu varðandi hvata Thom­as Matt­hew Crooks, árásarmannsins sem skaut að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Rannsókn alríkislögreglunnar hefur leitt í ljós að Crooks var greindur einfari sem hafði áhuga á skotvopnum og tjáði sig lítið um stjórnmál opinberlega. 

Mynd sem var tekin fyrir ökuskirteini Crooks.
Mynd sem var tekin fyrir ökuskirteini Crooks. AFP

CNN greinir frá því að alríkislögreglan hefur tekið meira en 200 viðtöl og skoðað síma og netsögu Crooks. 

Rúm vika er síðan Crooks skaut einn til bana, særði tvo og hæfði hægra eyra Trumps á kosningafundi í Pennsylvaníu. 

Rannsóknin enn á frumstigi 

Rannsakendur velta því nú fyrir sér hvort pólitískar skoðanir Crooks voru ekki endilega verið ástæður árásarinnar, heldur hafi hann viljað ráðast á frægan einstakling. 

Rannsóknin er þó enn á frumstigi.

Samkvæmt heimildum CNN virðist vera að Crooks hafa verið líkur mörgum ungum karlmönnum sem hafa framið ódæði í Bandaríkjunum með árásarrifflum á síðustu árum. 

Hann átti fáa nána vini, fór oft á skotsvæði nærri heimili sínu og virtist ekki hafa sterkar skoðanir sem gáfu til kynna banatilræði. 

Viðbúnaður lögreglu fyrir utan heimili Crooks í úthverfi Pittsburgh.
Viðbúnaður lögreglu fyrir utan heimili Crooks í úthverfi Pittsburgh. AFP/Rebecca Droke

Með myndir af Biden í símanum

Crooks hafði meðal annars leitað að upplýsingum um Joe Biden Bandaríkjaforseta á netinu og á síma hans fundust myndir af Biden, auk annarra háttsettra bandarískra embættismanna. 

Þá leitaði hann að staðsetningum kosningafunda Trumps, auk staðsetningu landsfundar Demókrataflokksins. Sá fundur fer fram í Chicago í lok ágúst.

Í þeirri leit komst Crooks að því að kosningafundur Trumps færi fram á Butler–býlinu, í um klukkustundar fjarlægð frá heimili hans í úthverfi Pittsburgh.

Þetta gefur til kynna að Crooks hafi verið að leitast eftir að myrða frægan einstakling, og að staðsetning og tímasetning kosningafundar Trumps hafi verið fyrir valinu þar sem aðstæðurnar voru ákjósanlegar fyrir Crooks. 

Náði árangri

„Jafnvel þó hann náði ekki aðal skotmarki sínu, náði árásarmaðurinn árangri á margan hátt þar sem hann var nær því að gera eitthvað sem enginn hefur náð að gera í árátugi,“ sagði heimildarmaður innan alríkislögreglunni við CNN. 

Enn er óljóst hvort Crooks ætlaði að fremja mun stærri árás og byrjaði á árásinni á Trump þar sem árásin myndi vekja mikla athygli. 

Rúm vika er síðan Crooks skaut einn til bana, særði …
Rúm vika er síðan Crooks skaut einn til bana, særði tvo og hæfði hægra eyra Trumps á kosningafundi í Pennsylvaníu. Jeff Swensen/Getty Images/AFP

Crooks hafði nýlega leitað að upplýsingum um fjöldamorð í menntaskóla í Michigan árið 2021. Árásarmaðurinn myrti fjóra samnemendur sína. Svo virðist sem Crooks hafi tekið innblástur frá þeirri árás. 

„Ekki tilbúinn“

Þó er margt ólíkt er kemur að hegðun Crooks og annarra árásarmanna. 

Crooks virðist hafa miðað á Trump, í stað þess að miða á mannfjöldann til þess að drepa eins marga og hann gæti. 

Þó að hann væri með heimatilbúna sprengju í bíl sínum er óljóst hvort hann ætlaði að sprengja hana. 

Kathleen Puckett, fyrrverandi atferlissérfræðingur hjá alríkislögreglunni sem rannsakaði hryðjuverk Ted Kaczynski, sagði að svo virtist sem Crooks hafi borið færri skotvopn en margir fjöldamorðingjar hefðu borið á sér. Þekkt er að árásarmenn séu með fjölda skotvopna á sér og séu klæddir skotvestum. 

„Fyrir mér virðist hann ekki hafa verið tilbúinn í árás,“ sagði Puckett en bætti við að margt sé á huldu varðandi málsatvik. 

„Fyrir mér virðist sem hann hafi notað glufu sem hann sá sem varnarleysi, þar sem hann hélt að ekki væri fylgst með honum og hann gæti komist upp með nokkur mikilvæg skot.“

Trump særðist á hægra eyra.
Trump særðist á hægra eyra. AFP/Rebecca Droke

Engin stefnuyfirlýsing

Þá hafa margir árásarmenn skilið eftir stefnuyfirlýsingu eða annað slíkt til þess að útskýra árásir sínar. Yfirvöld hafa ekki fundið slíkt heima hjá Crooks eða á netinu. 

Árás Crooks minnir að því leyti á árás Stephen Paddock í Las Vegas árið 2017. Paddock myrti 60 manns og nærri sjö árum síðar er enn á huldu hvað vakti fyrir honum. 

Líkt og í Las Vegas árásinni, „gæti þetta verið atvik þar sem því meira sem við vitum því minna skiljum við um nákvæmlega ástæðuna,“ sagði Juliette Kayyem, sérfræðingur CNN í þjóðaröryggi. 

„Fleytti honum fram“

Fjölskylda Crooks sagði hann ekki hafa talað sérstaklega um stjórnmál og sönnunargögn sem fundust á heimili hans varpa ekki ljósi á skoðanir hans eða hugmyndafræði. 

Mary Ellen O’Toole, sem starfaði áður hjá alríkislögreglunni, sagði að miðað við sönnunargögnin virtist vera sem kosningafundur Trumps hafi verið „mjög heillandi“ fyrir Crooks þar sem hann átti sér stað „í bakgarði hans“.

„Þetta gaf honum mikla athygli og fleytti honum fram.“

Puckett atferlissérfræðingur sagði árásarmenn sem starfa einir og eru að mestu leyti ósýnilegir yfirvöldum fyrir árásir þeirra, líkt og Crooks, vera eitt af erfiðustu vandamálum löggæsluyfirvalda. Hún varaði við því að flýta sér um of við að finna einföld svör um hvata Crooks. 

„Hver sem saga hans reynist vera, verður hún ekki einföld, held ég. Þetta mun reynast flóknara,“ sagði Puckett. 

„Þú vilt ekki einföldu útgáfuna. Þú vilt finna öll smáatriðin.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert