Olli bilun í 8,5 milljónum tölva

Uppfærsla frá Crowdstrike er sögð að baki biluninni.
Uppfærsla frá Crowdstrike er sögð að baki biluninni. AFP

Talið er að bilun í kerfum Microsoft vegna uppfærslu netöryggisfyrirtækisins Crowdstrike hafi haft áhrif á um 8,5 milljónir tölva um allan heim.

BBC greinir frá þessu.

Fram kemur að þótt um mikinn fjölda tölva sé að ræða þá séu 8,5 milljónir aðeins um 1% af heildarfjölda tölva sem keyri á Windows.

Bilunin gerði vart við sig í gær og hafði áhrif á ýmsa geira víða um heim, þar á meðal flugsamgöngur.

Mikilvægt að læra af biluninni

Þá hafði kerfisbilunin sömuleiðis áhrif hér á landi en hún olli bilun í kerfum Landsbankans og bókasafna víða um land svo eitthvað sé nefnt.

Í samtali við mbl.is sagði Theódór R. Gíslason, tækn­i­stjóri hjá Synd­is og stofn­andi Def­end Iceland, að skoða þyrfti bilunina vel til þess að hægt væri að læra af henni.

„Lyk­ill­inn og lær­dóm­ur­inn hér er að vita að svona at­vik, þá í gegn­um virðiskeðju sta­f­rænna lausna, geta átt sér stað og vera frek­ar bet­ur und­ir­bú­inn fyr­ir neyðar­at­vik en að velta sér of mikið upp úr þeirra klúðri,“ sagði Theó­dór.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert