Bandaríska þingkonan Sheila Jackson Lee er látin 74 ára að aldri.
Lee var þingkona Demókrataflokksins fyrir Texas í nærri 30 ár. Hún var meðal annars ötull talsmaður minnihlutahópa.
Í júní greindi Lee frá því að hún hefði greinst með krabbamein í brisi.
Fjölskylda hennar greindi síðan frá andláti hennar á samfélagsmiðlum í gær.
Lee sat í fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá árinu 1995.
Meðal þeirra sem hafa minnst hennar er Bill Clinton, fyrrverandi forseti. Hann sagði Lee hafa verið „óhrædda baráttukonu fólksins“ og hafa verið „eina af áhrifaríkustu leiðtogum landsins“.
Hún lætur eftir sig eiginmann og tvö uppkomin börn.