Tveir menn létust í loftárás Rússa

Mennirnir voru 48 ára og 69 ára.
Mennirnir voru 48 ára og 69 ára. AFP

Að minnsta kosti tveir létust og fjórir særðust í loftárás Rússlands á Karkív-hérað í norðausturhluta Úkraínu í nótt. Um 50 byggingar eyðilögðust í árásinni.

Saksóknari í héraðinu greindi frá þessu í yfirlýsingu í dag.

„Um klukkan 3.15 í morgun gerði óvinurinn flugskeytaárás á bæinn Barvinkove,“ sagði saksóknarinn í yfirlýsingunni.

Mennirnir sem létust voru 48 ára og 69 ára.

Árás á leikvöll í gær

Á föstudag létust fjórir eftir árás Rússa á leikvöll í borginni Mykolaiv í suðurhluta landsins. Eitt barn var meðal þeirra sem létust en 24 særðust í árásinni, að sögn Oleksander Senkevitch borgarstjóra Mykolaiv.

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti hefur hvatt bandamenn sína til þess að auka stuðning við loftvarnir ríkisins til að stöðva rússneskar eldflaugar og dróna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert