Utanríkisráðuneytið segir hersetu Ísraels ólöglega

Utanríkisráðuneytið.
Utanríkisráðuneytið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Utanríkisráðuneytið segir ráðgefandi álit alþjóðadómstólsins Í Haag vera skýrt, herseta Ísraels sé ólögleg. 

Þetta kemur fram í yfirlýsingu á X reikningi ráðuneytisins. Hana má sjá hér að neðan.

Í yfirlýsingunni stendur: 

„Ráðgefandi álit alþjóðadómstólsins er skýr. Áframhaldandi herseta Ísraels á Vesturbakkanum og Austur-Jerúsalem er ólögleg, það eru einnig þeirra landnámsathafnir. Ísland kallar eftir því að Ísrael hætti allri starfsemi sem brjóti alþjóðalög.“

Alþjóðadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í gær að landtaka Ísrael í Palestínu væri ólögmæt. Í ráðgefandi áliti dómstólsins var Ísraelum gert skylt að yfirgefa landsvæði Palestínu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert