Utanríkisráðuneytið segir ráðgefandi álit alþjóðadómstólsins Í Haag vera skýrt, herseta Ísraels sé ólögleg.
Þetta kemur fram í yfirlýsingu á X reikningi ráðuneytisins. Hana má sjá hér að neðan.
Í yfirlýsingunni stendur:
„Ráðgefandi álit alþjóðadómstólsins er skýr. Áframhaldandi herseta Ísraels á Vesturbakkanum og Austur-Jerúsalem er ólögleg, það eru einnig þeirra landnámsathafnir. Ísland kallar eftir því að Ísrael hætti allri starfsemi sem brjóti alþjóðalög.“
The ICJ's Advisory Opinion is clear. Continued Israeli occupation of the West Bank and East Jerusalem is unlawful, and so are its settlement activities. Iceland calls on Israel to cease all activity that violates international law.
— MFA Iceland 🇮🇸 (@MFAIceland) July 20, 2024
Alþjóðadómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í gær að landtaka Ísrael í Palestínu væri ólögmæt. Í ráðgefandi áliti dómstólsins var Ísraelum gert skylt að yfirgefa landsvæði Palestínu.