Hjón fundust látin í björgunarbát á eyju nærri Kanada. Þeirra hafði verið saknað í sex vikur en þau ætluðu að sigla yfir Atlantshafið.
BBC greinir frá því að talið sé að Bretinn Sarah Packwood og kanadískur eiginmaður hennar, Brett Clibbery, hafi yfirgefið snekkju sína og síðan látist áður en björgunarbátnum skolaði upp á strendur Sable-eyju nærri Nýja-Skotlandi 12. júlí.
Leit hófst að hjónunum viku eftir að þau hófu ferðina frá kanadíska héraðinu.
Þau ætluðu að sigla til Asoreyja, um 3.228 kílómetra leið. Ferðin átti að taka 21 dag.
Í facebook-færslu staðfestir sonur hjónanna andlát þeirra. Dánarorsök er óljós en málið er í rannsókn.
Parið deildi myndskeiðum af undirbúningi ferðarinnar á Youtube.