Biden dregur framboð sitt til baka

Joe Biden forseti Bandaríkjanna á samkomu sér til stuðnings fyrr …
Joe Biden forseti Bandaríkjanna á samkomu sér til stuðnings fyrr í mánuðinum. AFP

Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst ekki bjóða sig fram í komandi forsetakosningum.

Kveðst hann þess í stað munu einbeita sér að því að sinna þeim skyldum sem fylgja embættinu, það sem eftir er af yfirstandandi kjörtímabili.

Frá þessu greinir hann í yfirlýsingu, sem fylgir hér að neðan.

Þjóni best hagsmunum flokks og þjóðar

Reifar forsetinn þar þau helstu afrek sem hann telur hafa náðst í hans forsetatíð, áður en hann víkur að kosningabaráttunni.

„Það hefur verið mesti heiður lífs míns að þjóna sem forseti ykkar. Og þó að ég hafi haft í hyggju að óska endurkjörs, þá tel ég það þjóna best hagsmunum flokks míns og þjóðarinnar að draga mig til hlés og einbeita mér einungis að því að gegna skyldum mínum sem forseta það sem eftir lifir kjörtímabilsins.“

Segist hann einnig munu ávarpa þjóð sína síðar í vikunni til að fara nánar yfir ákvörðun sína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert