Biden dregur framboð sitt til baka

Joe Biden forseti Bandaríkjanna á samkomu sér til stuðnings fyrr …
Joe Biden forseti Bandaríkjanna á samkomu sér til stuðnings fyrr í mánuðinum. AFP

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti hyggst ekki bjóða sig fram í kom­andi for­seta­kosn­ing­um.

Kveðst hann þess í stað munu ein­beita sér að því að sinna þeim skyld­um sem fylgja embætt­inu, það sem eft­ir er af yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili.

Frá þessu grein­ir hann í yf­ir­lýs­ingu, sem fylg­ir hér að neðan.

Þjóni best hags­mun­um flokks og þjóðar

Reif­ar for­set­inn þar þau helstu af­rek sem hann tel­ur hafa náðst í hans for­setatíð, áður en hann vík­ur að kosn­inga­bar­átt­unni.

„Það hef­ur verið mesti heiður lífs míns að þjóna sem for­seti ykk­ar. Og þó að ég hafi haft í hyggju að óska end­ur­kjörs, þá tel ég það þjóna best hags­mun­um flokks míns og þjóðar­inn­ar að draga mig til hlés og ein­beita mér ein­ung­is að því að gegna skyld­um mín­um sem for­seta það sem eft­ir lif­ir kjör­tíma­bils­ins.“

Seg­ist hann einnig munu ávarpa þjóð sína síðar í vik­unni til að fara nán­ar yfir ákvörðun sína.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert