Hæstiréttur Bangladess hefur úrskurðað að hlutfall opinberra starfa, sem ætluð eru ættingjum hermanna sem börðust fyrir sjálfstæði landsins, verði breytt úr 30% í 5%.
Kvótakerfið veitir ættingjum hermannanna greiðari aðgang að rúmlega helmingi opinberra starfa en mikil mótmæli brutust út víða í Bangladess í mánuðinum vegna ósættis með kerfið.
Dómstóllinn átti að úrskurða um lögmæti kvótakerfisins í næsta mánuði en kvað upp úrskurð sinn fyrr vegna þeirra mótmæla sem orðið hafa í landinu nýlega en meira en 150 manns hafa látið lífið vegna átakanna.
Margir hafa verið ósáttir með kerfið vegna atvinnuleysis í landinu meðal ungs fólks en 18 milljónir ungs fólks í Bangladess er atvinnulaust.