Gerðu árásir á Gasa, Líbanon og Jemen

Árás Ísraelshers á hafnarborgina Hodeida í Jemen.
Árás Ísraelshers á hafnarborgina Hodeida í Jemen. AFP

Ísraelsher hefur gert árásir á Gasa, Líbanon og Jemen á síðasta sólarhring í hefndaraðgerðum gegn hryðjuverkasamtökum sem Íranir styðja. 

Tugir hafa látið lífið á Gasaströndinni síðasta sólarhringinn eftir árásir Ísraelshers á meðal annars Nuseirat, Bureij og Khan Yunis.

Árásirnar voru gerðar nokkrum klukkustundum eftir að hryðjuverkasamtökin Hamas og Hesbollah skutu eldflaugum frá Líbanon á ísraelskt landsvæði. 

Fyrsta loftárásin á Húta í Jemen

Í gærkvöldi gerði Ísraelsher árás á yfirráðasvæði Húta í Jemen. Um var að ræða fyrstu loftárás Ísraela á Húta í Jemen. Árásin var gerð til að hefna fyrir drónaárás Húta á Tel Avív á föstudag. 

Hútar hafa hótað hefndaraðgerðum en að minnsta þrír létust og 87 særðust í árásinni sem var gerð á hafnarborgina Hodeida. Hútar eru hliðhollir Hamas. 

Hútar, Hamas og Hesbollah, samtök sem eru öll studd af Írönum, hafa heitið því að halda áfram árásum á Ísrael þar til vopnahlé bindur enda á átökin á Gasa.

Yfirvöld á Gasa greina frá því að nærri 40 þúsund manns hafi látist í átökunum sem hófust 7. október með hryðjuverkaárás Hamas í Ísrael.

Frá árás sem gerð var á Nuseirat á Gasa í …
Frá árás sem gerð var á Nuseirat á Gasa í gær. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert