Kemur konunum til varnar sem vörðu Trump

Fulltrúar öryggisþjónustunnar sjást hér skýla Trump eftir árásina.
Fulltrúar öryggisþjónustunnar sjást hér skýla Trump eftir árásina. Anna Moneymaker/Getty Images/AFP

Al­ej­andro Mayorkas, þjóðarör­ygg­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, andmælti fordómafullum ummælum gagnvart kvenkyns starfsmönnum bandarísku öryggisþjónustunnar sem vörðu Donald Trump forsetaframbjóðanda í skotárásinni á kosningafundi hans í Pennsylvaníu.

„Þessar fullyrðingar eru tilhæfulausar og móðgandi,“ sagði í yfirlýsingu Mayorkas eftir að nokkrir hægrimenn innan bandarísku stjórnmálanna sökuðu öryggisþjónustunna um að vera vökul (e. woke) í ráðningarferli sínu sem leiddi til þess að Trump var nærri myrtur. 

Trump leiddur af vettvangi.
Trump leiddur af vettvangi. AFP/Rebecca Droke

Mayorkas hrósaði þeim „mjög svo hæfu og vel þjálfuðu“ konum sem starfa í löggæslu um Bandaríkin öll fyrir að hætta lífi sínu „á fremstu víglínunni fyrir öryggi þjóðarinnar“.

„Þær eru hugrakkar og óeigingjarnar,“ sagði hann og bætti við að þær ættu skilið þakklæti og virðingu. 

Þjóðaröryggisráðuneytið mun halda áfram „með miklu stolti“ að ráða konur til löggæslu að sögn ráðherrans. 

Rúm vika er síðan skotárás var gerð á kosningafund Trumps í Pennsylvaníu. Einn lést, tvær særðust og skot hæfði eyra Trumps.

„Enginn af okkar besta fólki eru konur“

Nokkrar konur voru á meðal fulltrúa öryggisþjónustunnar sem skýldu Trump og komu honum af vettvangi. 

Þær, auk yfirmanni þeirra Kimberly Cheatle – sem er önnur konan til þess að gegna stöðu forstjóra bandarísku öryggisþjónustunnar – eru nú harðlega gagnrýndar fyrir störf öryggisþjónustunnar í kringum árásina.

„Það ættu ekki að vera neinar konur í öryggisþjónustunni. Þetta eiga að vera okkar allra bestu, enginn af okkar besta fólki eru konur,“ tísti hægri öfgahyggjusinninn Matt Walsh á X. 

Cheatle hefur verið boðuð á fund eft­ir­lits- og ábyrgðar­nefnd full­trú­ar­deild­ar Banda­ríkjaþings á þriðjudag þar sem hún mun þurfa að svara fyrir aðkomu öryggisþjónustunnar á kosningafundinum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert