Paul Watson handtekinn á Grænlandi

Paul Watson hefur verið mjög mótfallinn hvalveiðum við Ísland.
Paul Watson hefur verið mjög mótfallinn hvalveiðum við Ísland. Ljósmynd/Paul Watson Foundation

Aðgerða- og umhverfissinninn Paul Watson hefur verið handtekinn í Nuuk á Grænlandi.

Grænlenski miðillinn Sermitsiaq greinir frá. 

Watson var handtekinn á grundvelli alþjóðlegrar handtökutilskipunar frá japönskum yfirvöldum. Beið lögregla komu Watson við höfnina í Nuuk þegar hann sigldi inn á skipinu John Paul Dejoria. 

Watson er stofnandi Paul Watson-samtakanna og hefur verið ötull baráttumaður gegn hvalveiðum. Þá hafa samtökin mikið látið að sér kveða hérlendis. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka