Segjast hafa stöðvað bandarískar sprengjuflugvélar

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. AFP

Rússar segjast hafa komið í veg fyrir að tvær bandarískar sprengjuflugvélar færu yfir í lofthelgi Rússa á Barentshafi. 

Bandaríski herinn fer reglubundið í flug yfir alþjóðleg hafsvæði. Að þeirra sögn er um að ræða aðgerðir sem eru í samræmi við alþjóðalög. 

Yfirvöld í Moskvu hafa hins vegar brugðist hart við þessum æfingum á síðustu mánuðum. Í júní vöruðu Rússar við því að flug bandarískra dróna á Svartahafi gæti leitt til „beinna“ átaka. 

B-52H-vélar

Í yfirlýsingu rússneska varnarmálaráðuneytisins sagði að orrustuþotur hersins hefðu komið í veg fyrir að flogið yrði inn í lofthelgi Rússlands. 

Í yfirlýsingunni sagði að um væri að ræða banda­rískar sprengjuflug­vélar af gerðinni B-52H.

„Er rússnesku orrustuþoturnar nálguðust leiðréttu bandarísku sprengjuflugvélarnar stefnu sína og færðu sig frá landamærum Rússlands.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert