Selenskí þakkar Biden fyrir stuðninginn

Joe Biden hefur sýnt Úkraínu mikinn stuðning í baráttu þeirra …
Joe Biden hefur sýnt Úkraínu mikinn stuðning í baráttu þeirra við Rússland. AFP/Brendan Smialowsk

Volodimír Selenskí forseti Úkraínu lýsti þakklæti sínu til Joe Bidens forseta Bandaríkjanna fyrir staðfastan stuðning hans við Úkraínu frá því Rússland réðst inn í landið. 

Hann benti á að þessi stuðningur, ásamt víðtækum stuðningi beggja flokka í Bandaríkjunum, hafi verið og sé enn afar mikilvægur.

Selenskí hrósaði Biden fyrir að taka margar mikilvægar ákvarðanir síðustu árin og sagðist virða þessa ákvörðun, 

„Við munum ávalt vera þakklát fyrir forystu Bidens forseta. Hann studdi land okkar á dramatískasta augnabliki sögunnar, aðstoðaði okkur við að hindra Pútín í að hernema land okkar og hefur haldið áfram að styðja okkur í gegnum þetta hræðilega stríð,“ skrifaði Selenskí á X.

Selenskí lagði áherslu á að staðan í Úkraínu og allri Evrópu væri enn erfið og sagðist vonast til þess að Bandaríkin myndu áfram leiða stuðning við Úkraínu í baráttunni við Rússland. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert