„Hún er best“

Joe Biden og Kamala Harris í byrjun júlí á þessu …
Joe Biden og Kamala Harris í byrjun júlí á þessu ári. AFP/Mandel Ngan

Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði það „vera það rétta í stöðunni“ að sækjast ekki eftir endurkjöri og hvatti stuðningsmenn sína til að styðja Kamölu Harris varaforseta. 

Þetta sagði Biden við starfsfólk kosningabaráttu sinnar, sem er nú orðin barátta Harris. 

Harris ávarpaði starfsfólkið á aðalkosningaskrifstofunni í Delaware fyrir stuttu.

Kamala Harris á kosningaskrifstofunni í Delaware í dag.
Kamala Harris á kosningaskrifstofunni í Delaware í dag. AFP/Erin Schaff

Biden ræddi við starfsfólkið í gegnum síma, en hann er staddur í einangrun á heimili sínu í Delaware vegna Covid. 

„Ég vil segja við teymið, takið vel á móti henni. Hún er best,“ sagði Biden. 

„Ég veit að fréttir gærdagsins komu á óvart og þær voru erfiðar fyrir ykkur að heyra, en þetta er hið rétta í stöðunni.“

„Ég elska Joe Biden“

Harris lofaði starfsfólkinu að vinna kosningarnar. Þá bar hún Donald Trump saman við „rándýr“ og „svikara“.

„Næstu 106 daga, ætlum við að flytja mál okkar fyrir Bandaríkjamönnum, og við ætlum að vinna,“ sagði Harris og bætti við að síðasti sólarhringur hafi verið eins og rússíbani fullur af alls konar tilfinningum. 

„En ég þarf bara að segja ég elska Joe Biden.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka