Húsbílum settar skorður í Danmörku

Húsbílar geta ekki lengur farið þangað sem þeir vilja í …
Húsbílar geta ekki lengur farið þangað sem þeir vilja í Danmörku. Ljósmynd/Unsplash/Damon On Road

Ferðalöngum sem velja að ferðast um á húsbíl hefur verið meinað að fara á viss svæði í Danmörku. Er reglusetning, sem sveitarfélög víðs vegar um Danmörku hafa gripið til, til þess gerð að bæta útsýni og vernda viðkvæm svæði sem hafa verið undirlögð af húsbílum.

Aukin húsbílanotkun ferðamanna hefur farið í taugarnar á sumum íbúum í Danmörku og þá sérstaklega þar sem þeir taka mikið pláss og telja margir sjónmengun af þeim á vinsælum ferðamannastöðum.

Bæði hefur eigendum bílanna verið meinað að aka inn á viss svæði auk þess sem búið er að koma upp sérstökum bílastæðum sem ætluð eru húsbílunum, jafnvel fjarri vinsælum áfangastöðum.

Raunar er það svo að þeir sem vilja ganga lengst í þessum efnum vilja banna húsbíla á vegum landsins þar sem þeir birgja sýn annarra ökumanna. Ekki hefur þó verið farið í svo afgerandi aðgerðir í neinu þeirra sveitarfélaga sem sett hefur húsbílunum reglur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert