Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, hrósaði Joe Biden forseta fyrir skömmu er hún hélt tölu í fyrsta sinn síðan að Biden tilkynnti að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri.
Harris sagði á viðburði í Hvíta húsinu í dag Joe Biden hefði afrekað meira en nokkur annar forseti í nútímasögu.
Hún nefndi að hún hafi fyrst kynnst Biden í gegnum son hans, Beau Biden. Hann var þá ríkissaksóknari í Delaware og hún í Kaliforníu.
„Á þeim tíma sagði Beau mér oft sögur af pabba sínum. Hann sagði mér frá því hvernig faðir hann var og hvernig maður Joe var. Eiginleikar Bidens sem Beau bar mesta viringu fyrir eru þeir sömu og ég hef séð á hverjum degi í forsetatíð okkar,“ sagði hún meðal annars og þakkaði honum fyrir störf sín fyrir bandarísku þjóðina.
Beau Biden lést úr heilakrabbameini árið 2015.
Harris heldur til Wilmington í Delaware síðar í dag til að heilsa upp á kosningateymið sitt þar sem hún byrjar „fyrsta heila daginn“ í kosningabaráttu sinni, að hennar sögn á samfélagsmiðlinum X.
„Þetta er fyrsti heili dagur kosningabaráttunnar, þannig ég er á leið upp í Wilmington, DE seinna til að heilsa starfsfólk okkar í höfuðstöðvunum. Einn dagur kominn, 105 fram undan. Saman munum við vinna þetta,“ skrifaði Harris á X.
It's the first full day of our campaign, so I'm heading up to Wilmington, DE later to say "hello" to our staff in HQ.
— Kamala Harris (@KamalaHarris) July 22, 2024
One day down. 105 to go. Together, we're going to win this.