Kerfisbilunin hefur enn áhrif á Delta

Frá flugvellinum í Atlanta í Georgíu í dag.
Frá flugvellinum í Atlanta í Georgíu í dag. Jessica McGowan/Getty Images/AFP

Kerfisbilun sem varð hjá Microsoft á föstudag hefur enn áhrif á bandaríska flugfélagið Delta. Flugfélagið þurfti að aflýsa hundruðum flugferða vegna bilunninnar í dag. 

Bilunin varð í kerf­um Microsoft vegna upp­færslu netör­ygg­is­fyr­ir­tæk­is­ins Crowd­strike. Talið er að hún hafi haft áhrif á um 8,5 millj­ón­ir tölva um all­an heim.

Áhrifin eru ekki jafnmikil á flugfélögin American og United sem þurftu einungis að aflýsa nokkrum ferðum í dag. 

Delta þurfti hins vegar að aflýsa 784 ferðum það sem af er degi. Þá þurfti að seinka 1.028 ferðum félagsins í dag. 

Samgöngustofa sent Delta áminningu

„Á meðan önnur flugfélög hafa náð að jafna sig, hefur Delta átt í erfiðleikum,“ sagði í  skriflegu svari samgöngustofu Bandaríkjanna til AFP–fréttaveitunnar. 

Þá hefur stofnunin sent áminningu um skyldur flugfélaga er kemur að þjónustu við viðskiptivini sína til Ed Bastian, forstjóra Delta.

Í tilkynningu á vefsíðu Delta biður Bastian viðskiptavini afsökunar. 

„Teymin okkar hafa unnið allan sólarhringinn til þess að koma kerfunum okkar í lag,“ sagði í yfirlýsingu forstjórans.

Þá sagði að viðskiptavinir geti breytt ferðum sínum án endurgjalds á meðan ástandið varir. 

Delta þurfti að aflýsa 784 ferðum það sem af er …
Delta þurfti að aflýsa 784 ferðum það sem af er degi. Jessica McGowan/Getty Images/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert