Pelosi lýsir yfir stuðningi við Harris

Kamala Harris og Nancy Pelosi sjást hér fyrir aftan Joe …
Kamala Harris og Nancy Pelosi sjást hér fyrir aftan Joe Biden forseta. AFP

Nancy Pe­losi, fyrr­ver­andi for­seti full­trúa­deild­ar Banda­ríkjaþings, hefur lýst yfir stuðningi við  Kamölu Harris sem for­setafram­bjóðanda Demókrataflokksins. Pelosi er áhrifamikil innan flokksins og því um að ræða þýðingarmikinn stuðning fyrir Harris.

„Með miklu stolti og takmarkalausri bjartsýni fyrir framtíð landsins okkar, lýsi ég yfir stuðningi við Kamölu Harris varaforseta í embætti forseta Bandaríkjanna,“ tísti Pelosi.

„Ég hef fulla trúa á að hún muni leiða okkur til sigurs í nóvember.“

Á meðal þeirra sem hafa lýst yfir stuðningi við Harris eru Cl­int­on-hjón­in og Joe Biden Banda­ríkja­for­seti. Enn hefur þó ekki heyrst frá Barack Obama, fyrrverandi forseta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert