„Veigamestu mistök öryggisþjónustunnar í áratugi“

Donald Trump sekúndum eftir árásina.
Donald Trump sekúndum eftir árásina. ANNA MONEYMAKER

Kimberly Cheatle, forstjóri bandarísku öryggisþjónustunnar, viðurkennir að stofnunin hefði ekki staðið sig í stykkinu þegar Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, var sýnt banatilræði.

„Verkefni leyniþjónustunnar er að vernda leiðtoga þjóðarinnar,“ sagði Cheatle þegar hann gaf skýrslu fyrir eftirlits- og ábyrgðarnefnd Bandaríkjaþings.

„Þann 13. júlí mistókst okkur,“ sagði bætti hún við. „Sem forstjóri leyniþjónustu Bandaríkjanna tek ég fulla ábyrgð á á öllum glappaskotum í öryggismálum.“

Hún hafnaði þó kröfu beggja flokka um afsögn.

Greinilega voru mistök gerð

Cheatle sagði að árásin á Trump, sem særðist lítillega á hægra eyra, væri „veigamestu mistök öryggisþjónustunnar í áratugi“.

„Það voru greinilega gerð mistök og við munum leggja allt kapp á að tryggja að þetta gerist aldrei aftur,“ sagði hún.

Hinn tvítugi Thomas Matthew Crooks skaut á Trump með hríðskotariffli nokkrum mínútum eftir að Trump, fyrrverandi forseti Repúblikanaflokksins og núverandi forsetaframbjóðandi í Hvíta húsinu, hóf ræðu sína á kosningafundinum í Butler í Pennsylvaníu.

Crooks, sem lá á þaki nálægt kosningafundinum og hafði skýra sjónlínu að sviðinu, var skotinn til bana af leyniþjónustuskyttu 26 sekúndum eftir að hafa skotið fyrstu átta skotum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka