Watson úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald

Paul Watson er kanadískur að uppruna.
Paul Watson er kanadískur að uppruna. Ljósmynd/Paul Watson Foundation

Aðgerða- og um­hverf­issinn­inn Paul Wat­son hefur verið úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald á Grænlandi. 

Grænlenski miðillinn Semitiaq greinir frá gæsluvarðhaldinu sem er til 15. ágúst er mál hans verður tekið fyrir hjá dómstóli í Nuuk. Lögmenn Watson hafa kært gæsluvarðhaldið til hæstaréttar Grænlands. 

Watson var hand­tek­inn á grund­velli alþjóðlegr­ar hand­töku­til­skip­un­ar frá japönsk­um yf­ir­völd­um. 

14 ára gömul handtökuskipun

Watson er einn af stofnendum Greenpeace náttúruverndarsamtakanna.

Árið 2010 gáfu japönsk yfirvöld handtökutilskipunina út eftir að Watson reyndi að koma í veg fyrir hvalveiðar japanskra veiðimanna á Suðurheimskautinu. 

14 árum síðar er tilskipunin enn í gildi og hinn 73 ára gamli Waston hefur verið handtekinn. 

Lögmenn hans vilja meina að það fari gegn mannréttindasáttmála Evrópu að framselja Watson til Japan þar sem að Japanir virði ekki mannréttindi. 

Dómsmálaráðuneyti Grænlands tekur ákvörðun um hvort Watson verður framseldur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert