BBC leggur niður 500 störf

Höfuðstöðvar BBC í Portland Place í Lundúnum.
Höfuðstöðvar BBC í Portland Place í Lundúnum. AFP

Breska ríkisútvarpið BBC ætlar að leggja niður 500 störf á næstu 20 mánuðum í sparnaðarskyni. 

Í tilkynningu BBC sagði að áætlað væri að sparnaðurinn skilaði 200 milljónum punda, eða rúmlega 35 milljörðum króna. Markmiðið er að liðka til í fjármálum BBC.

Sum störf verða lögð niður á meðan aðrir starfsmenn verða færðir til í starfi. 

Verðbólgan valdið þrýstingi

Á síðustu fimm árum hefur starfsmönnum BBC þegar fækkað um nærri 10%, eða um tvö þúsund einstaklinga. 

„Á næstu tveimur árum munum við líta til þess að færa fjármagn sem við höfum í forgangsverkefni sem veita áhorfendum raunverulegt gildi,“ sagði í ársskýrslu BBC sem var birt í dag. 

Haft er eftir Tim Davie, forstjóra BBC, í skýrslunni að verðbólgan hafi haft mikil áhrif og sett „verulegan þrýsting á fjármálin okkar“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert