Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, virðist hafa náð að tryggja sér stuðning nógu margra kjörmanna Demókrataflokksins og má því gera ráð fyrir að hún verði tilnefnd sem forsetaefni flokksins í komandi forsetakosningum. Það verður þó ekki ljóst fyrr en á landsfundi demókrata í næsta mánuði.
Harris tilkynnti um framboð sitt til forseta sama dag og Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann væri hættur við framboð.
Harris þarf stuðning 1.976 kjörmanna til að tryggja sér útnefninguna. Í nótt sendi hún frá sér tilkynningu þar sem hún sagðist stolt af því að hafa tryggt sér nógu víðtækan stuðning til að verða frambjóðandi demókrata.
Tonight, I am proud to have earned the support needed to become our party’s nominee.
— Kamala Harris (@KamalaHarris) July 23, 2024
Over the next few months, I'll be traveling across the country talking to Americans about everything on the line. I fully intend to unite our party and our nation, and defeat Donald Trump. pic.twitter.com/Bsq3N6pMAi