Hefur tryggt sér stuðning nógu margra kjörmanna

Kamala Harris ásamt eiginmanni sínum Doug Emhoff. Harris gæti orðið …
Kamala Harris ásamt eiginmanni sínum Doug Emhoff. Harris gæti orðið fyrsta konan til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna. AFP/Erin Schaff

Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, virðist hafa náð að tryggja sér stuðning nógu margra kjörmanna Demókrataflokksins og má því gera ráð fyrir að hún verði tilnefnd sem forsetaefni flokksins í komandi forsetakosningum. Það verður þó ekki ljóst fyrr en á lands­fundi demó­krata í næsta mánuði.

Harris tilkynnti um framboð sitt til forseta sama dag og Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann væri hættur við framboð.

Harris þarf stuðning 1.976 kjörmanna til að tryggja sér útnefninguna. Í nótt sendi hún frá sér tilkynningu þar sem hún sagðist stolt af því að hafa tryggt sér nógu víðtækan stuðning til að verða frambjóðandi demókrata.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert