Íslenska vegabréfið tíunda öflugasta ferðaskilríki heims

Íslenska vegabréfið veitir aðgang að 184 áfangastöðum um heiminn án …
Íslenska vegabréfið veitir aðgang að 184 áfangastöðum um heiminn án vegabréfsáritunar. mbl.is/Golli

Íslenska vegabréfið er í tíunda sæti yfir öflugustu ferðaskilríki heims, í einkunnagjöf sem er gerð á þriggja mánaða fresti yfir þau vegabréf sem opna mönnum flestar dyr.

Undanfarin 19 ár hefur Henley Passport Index, sem er alþjóðlegt ráðgjafarfyrirtæki um ríkisborgararétt og búsetu í London, Henley & Partners, fylgst með ferðafrelsi í 227 löndum og svæðum um allan heim með því að nota gögn frá Alþjóðasambandi flugfélaga (IATA).

Veitir aðgang að 184 löndum án vegabréfsáritunar

Vegabréf Singapúr-búa er í fyrsta sæti líkt og í fyrra, en það veitir aðgang að 195 löndum um allan heim án þess að fólk þurfi vegabréfsáritun. Íslenska vegabréfið er í tíunda sæti, það veitir aðgang að 184 löndum, en sama gildir um vegabréf frá Lettlandi, Slóvakíu og Slóveníu.

Í öðru sæti eru vegabréf Japans, Þýskalands, Frakklands, Ítalíu og Spánar. Ríkisborgarar þeirra landa geta ferðast án vegabréfsáritunar til 192 landa í heiminum.

Í þriðja sæti eru vegabréf Suður-Kóreu, Svíþjóðar, Finnlands, Austurríkis, Írlands, Lúxemborgar og Hollands. Ríkisborgarar þeirra landa geta ferðast til 191 lands án áritunar.

Bretland er í fjórða sæti ásamt Nýja-Sjálandi, Noregi, Belgíu, Danmörku og Sviss. Ríkisborgarar þeirra landa geta ferðast án vegabréfsáritunar til 190 landa í heiminum. 

Ástralía og Portúgal deila fimmta sætinu, ríkisborgarar þeirra geta ferðast til 189 landa án vegabréfsáritunar, en Bandaríkjamenn eru í áttunda sæti með 186 lönd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert