Microsoft kennir ESB-reglum um bilunina

Microsoft kennir samning sem gerður var við Evrópusambandi árið 2009 …
Microsoft kennir samning sem gerður var við Evrópusambandi árið 2009 um kerfisbilun sem varð í tölvum fyrirtækisins á föstudag. AFP/Adam Gray

Microsoft kennir reglum ESB um að gölluð öryggisuppfærsla hafi getað valdið stærstu upplýsingatækniröskun heims.

Segir tæknirisinn að samningur við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins frá árinu 2009 hafi komið í veg fyrir að hægt hafi verið að gera öryggisbreytingar sem komið hefðu í veg fyrir CrowdStrike-uppfærsluna sem hafði áhrif á um 8,5 millj­ón­ir tölva um all­an heim á föstudag.

Dagblaðið Telegraph greinir frá.

Hannað til að koma í veg fyrir netárásir 

Um var að ræða uppfærslu á svokölluðum Falcon-skynjara í kerfi CrowdStrike, sem hannaður er til að koma í veg fyrir netárásir, en skynjarinn hefur forgang að lykilhluta tölvu sem kallast stýrikjarni. 

Hafði þessi forgangur þau áhrif að ómögulegt var að vinna á milljónir Windows-tölva vegna gallaðrar uppfærslu. Áhrifanna gætti á ýmsa geira víða um heim, þar á meðal flugsamgöngur og snertilausar greiðslur, auk þess sem víða var ekki hægt að bóka tíma í hinar ýmsu þjónustur. 

Apple með lokað fyrir aðgang að stýrikjarna

Microsoft samþykkti árið 2009, eftir evrópska samkeppnisrannsókn, að leyfa mörgum öryggisveitum að setja upp hugbúnað á stýrikjarnastigi.

Apple lokaði aftur á móti fyrir aðgang að stýrikjarnanum á Mac-tölvunum sínum árið 2020 og sagði það gert til að bæta öryggi og áreiðanleika. 

Talsmaður Microsoft sagði í samtali við Wall Street Journal að Microsoft gæti ekki gert sams konar breytingu vegna ESB-samkomulagsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert