Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, mun funda með Donald Trump, forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins og fyrrverandi Bandaríkjaforseta, á fimmtudag í Flórída.
Í færslu á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, sagðist Trump hlakka til að taka á móti forsætisráðherranum á heimili sínu í Mar–a–Lago.
Netanjahú átti að funda með Joe Biden Bandaríkjaforseta í dag, en þeim fundi var frestað þar sem Biden var enn í einangrun eftir að hann greindist með Covid-19 í síðustu viku.
Kamala Harris, varaforseti og forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, mun einnig funda með Netanjahú í vikunni.