Öllu flugi aflýst vegna eldgoss

Eldgos í Etnu 15. júlí.
Eldgos í Etnu 15. júlí. AFP/Giuseppe Distefano

Öllum flugferðum hefur verið aflýst á Catania-flugvellinum á ítölsku eyjunni Sikiley vegna ösku sem berst frá eldfjallinu Etnu.

Farþegum er bent á að hafa samband við þau flugfélög sem þeir hafa bókað flug hjá til að fá frekari upplýsingar.

Milljónir farþega fara um Catania-flugvöllinn á austurhluta Sikileyjar á ári hverju en flugvellinum var síðast lokað vegna áhrifa eldgoss 5. júlí. 

Etna er 3.324 metrar á hæð og er hæsta virka eldfjall Evrópu. Oft hefur gosið í eldstöðinni undanfarin 500.000 ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert