Segir af sér vegna tilræðisins

Kimber­ly Cheatle var ráðin for­stjóri leyniþjón­ust­unn­ar árið 2022.
Kimber­ly Cheatle var ráðin for­stjóri leyniþjón­ust­unn­ar árið 2022. AFP

Kimber­ly Cheatle, for­stjóri banda­rísku ör­ygg­isþjón­ust­unn­ar Secret Service, hefur sagt af sér.

Fyrir viku síðan sagði Cheatle í viðtali við ABC-fréttastofuna að hún myndi ekki segja af sér. 

Í gær mætti hún hins vegar fyr­ir eft­ir­lits- og ábyrgðar­nefnd Banda­ríkjaþings og voru þing­menn úr báðum flokk­um ósátt­ir við skort á svör­um og kröfðust þess að hún segði af sér.

Cheatle er önnur konan til að gegna stöðu forstjóra Secret Service en hún tók við starfinu árið 2022.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert