Kimberly Cheatle, forstjóri bandarísku öryggisþjónustunnar Secret Service, hefur sagt af sér.
Fyrir viku síðan sagði Cheatle í viðtali við ABC-fréttastofuna að hún myndi ekki segja af sér.
Í gær mætti hún hins vegar fyrir eftirlits- og ábyrgðarnefnd Bandaríkjaþings og voru þingmenn úr báðum flokkum ósáttir við skort á svörum og kröfðust þess að hún segði af sér.
Cheatle er önnur konan til að gegna stöðu forstjóra Secret Service en hún tók við starfinu árið 2022.