Sprenging við hver í Yellowstone

Ferðamenn áttu fótum fjör að launa.
Ferðamenn áttu fótum fjör að launa.

Talsverð sprenging varð í nánd við goshverinn Black diamond í Yellowstone þjóðgarðinum fyrr í dag. Sprengingin varð þegar vatn komst í tæri við gufu neðanjarðar með þeim afleiðingum að svartlitað og glært vatn reis snögglega úr jörðu.

Minnstu mátti muna að ferðamenn hefðu orðið fyrir steinum og drullu sem þeystust í allar áttir eftir sprenginguna. Engum varð þó meint af.

Þjóðgarðsverðir lokuðu svæðinu í kjölfarið í öryggisskyni.

Í yfirlýsingu sem talsmenn þjóðgarðsins gáfu út í dag er sprengingin ekki talin tengjast rísandi kviku í þjóðgarðinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert