Trump segir auðveldara að vinna Harris en Biden

Donald Trump ásamt varaforsetaefni sínu, J. D. Vance.
Donald Trump ásamt varaforsetaefni sínu, J. D. Vance. AFP

Donald Trump forsetaframbjóðandi, segir að það verði auðveldara fyrir hann að vinna líklegan andstæðing hans, Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, heldur en Joe Biden Bandaríkjaforseta, í komandi forsetakosningum í nóvember.

Trump tjáði sig á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, í kvöld og sagði þar að Harris væri vinstrisinnaðri en Biden og því ætti að vera auðveldara fyrir hann að vinna kosningarnar. 

Trump líklegri til að vinna

Trump er tals­vert lík­legri en Harris, til þess að vinna for­seta­kosn­ing­arn­ar sam­kvæmt veðbönk­um. Hann leiðir líka í nýj­ustu skoðana­könn­un­um.

Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna.
Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert