45 milljóna dala greiðslur til Trump ekki raunin

Elon Musk, eigandi X.
Elon Musk, eigandi X. AFP/Alain Jocard

Elon Musk mun ekki styrkja forsetaframboð Trump um 45 milljónir Bandaríkjadala mánaðarlega, eða sem nemur um 6,5 milljörðum íslenskra króna.

Þessu greinir hann frá í viðtali hjá kanadíska sálfræðingnum Jordan Peterson. Viðtalið má sjá hér að neðan. 

„Það sem er verið að greina frá í fjölmiðlum er einfaldlega ekki satt. Ég er ekki að styrkja Trump um 45 milljónir á mánuði,“ segir Musk.  

Hann hafi stofnað pólitíska aðgerðanefnd (e. political action committee) sem beri nafnið „America PAC“ og muni einblína á að styrkja fólk sem sýni og standi fyrir hæfileika, dugnað og einstaklingsfrelsi. 

Hefði Musk stutt aðgerðanefndina um 45 milljónir dollara á mánuði fram að forsetakosningum, sem fara fram 5. nóvember næstkomandi, væru það samanlagt 180 milljónir dollara eða yfir 25 milljarðar króna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert