Fellibylurinn Gaemi hefur náð landi í Taívan

Mynd frá því þegar fellibylurinn Haikui skall á Taívan í …
Mynd frá því þegar fellibylurinn Haikui skall á Taívan í september í fyrra, nú hefur fellibylurinn Gaemi náð landi á austurströndinni. AFP

Fellibylurinn Gaemi hefur náð landi á austurströnd Taívans. Vindhviður hans hafa náð allt að 240 kílómetrum á klukkustund, eða sem nemur tæpum 67 metrum á sekúndu. Þá hafa tveir látið lífið og hundruðir hafa særst.

Búist er við því að Gaemi verði öflugasta óveður sem gengið hefur yfir eyjuna í um átta ár.

Nánast öllu innanlandsflugi og um tvöhundruð millilandaflugum hefur verið verið aflýst.

Yfirvöld í Taívan hafa varað við því að mikil hætta sé á því að fellibylurinn geti valdið skriðuföllum og skyndiflóðum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert