Flugvél hrapaði í Nepal

Hermenn hafa aðstoðað við björgunaraðgerðir.
Hermenn hafa aðstoðað við björgunaraðgerðir. AFP/Prabin Ranabhat

Farþegaflugvél með nítján manns um borð hrapaði við flugtak í Katmandu, höfuðborg Nepals, í dag. 

Flugmaður vélarinnar var sá eini sem lifði af.

Flugfélagið Saurya var að framkvæma tilraunaflug. Sautján starfsmenn flugfélagsins voru um borð auk tveggja áhafnarmeðlima. Samkvæmt heimasíðu flugfélagsins flýgur það eingöngu Bombardier CRJ 200-þotum.

Nepalski herinn hefur aðstoðað við björgunaraðgerðir. Fréttamiðlar í Nepal hafa greint frá því að kviknað hafi í flugvélinni eftir að hún rann á flugbrautinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert