Olaf Scholz sækist eftir endurkjöri

Skiptar skoðanir eru innan SPD hvort að Scholz sé rétti …
Skiptar skoðanir eru innan SPD hvort að Scholz sé rétti maðurinn í hlutverkið. AFP/Markus Schreiber

Olaf Scholz Þýskalandskanslari ætlar að sækjast eftir endurkjöri í komandi þingkosningum. Þetta sagði hann á blaðamannafundi í Berlín í dag. 

„Ég ætla að bjóða mig fram sem kanslara, til að verða aftur kanslari,“ sagði Scholz. Ríkisstjórnin hefur ákveðið dagsetningu fyrir kosningarnar sem fara fram 28. september á næsta ári. 

Scholz varð kanslari eftir að flokkur hans SPD hlaut sigur í síðustu þingkosningum í Þýskalandi árið 2021. SPD myndaði ríkisstjórn með Græningjum og FDP flokknum.

Scholz ekki vinsæll innan flokksins 

Síðan hafa flokkarnir deilt um ýmis mál meðal annars loftlagsmál og ríkisfjármál.

Fylgi stjórnarflokkana hefur farið dalandi síðustu misseri og mælast Kristilegir demókratar, CDU/CSU, nú stærsti flokkurinn á þingi. Þar á eftir kemur öfga-þjóðernisflokkurinn AfD með næstmest fylgi. 

Þá eru skiptar skoðanir innan SPD hvort að Scholz sé rétti maðurinn í hlutverkið. Aðeins þriðjungur flokksmanna SPD telja hann rétta manninn í embættið en flestum þykir Boris Pistorius varnarmálaráðherra vera ákjósanlegri kostur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert