Ísraelsher hefur fundið lík fimm Ísraela sem voru drepnir í Ísrael og teknir með aftur til Gasa í hryðjuverkum Hamas-samtakanna þann 7. október, eða fyrir rúmlega níu mánuðum.
Af þessum fimm voru tveir í hernum sem voru drepnir í árásinni 7. október. Líkin voru fundin í aðgerðum í borginni Khan Yunis á Gasa.
Samkvæmt hernum fengu Ísraelsmenn upplýsingar um staðsetningu þeirra eftir yfirheyrslur á hryðjuverkamönnum í haldi Ísraels. Yfirvöld vissu fyrirfram að fólkið væri látið en Ísrael hefur reynt að endurheimta bæði gísla og lík á Gasa.
„Við munum halda áfram að berjast við Hamas þar til þau tapa,“ sagði Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels, í yfirlýsingu.
„Við erum staðráðnir í því að ná gíslunum aftur heim.“
Stríð Ísraels og Hamas hófst þann 7. október með innrás Hamas í Ísrael þann 7. október þar sem um 1.200 Ísraelar voru drepnir, aðallega saklausir borgarar.
Þá tóku Hamas og aðrir palestínskir hryðjuverkamenn með sér 251 gísl yfir á Gasa. Af þeim eru 111 ennþá á Gasa en af þeim hafa 39 verið taldir af.