„Hleypti nýju lífi í kosningabaráttu demókrata“

„Ég held að demókratar séu ekki að fara í þessa kosningabaráttu með það fyrir augum að þeir haldi að [Donald] Trump verði næsti forseti,“ segir Friðjón R. Friðjónsson almannatengill í nýjasta þætti Dagmála.

Í þættinum ræðir Andrés Magnússon blaðamaður við Friðjón og Hermann Nökkva Gunnarsson blaðamann um nýjustu vendingar vestanhafs og væntanlegan forsetaframbjóðanda demókrata, Kamölu Harris varaforseta.

„Það kom mér að ákveðnu leyti á óvart að Biden skyldi láta segjast vegna þess að allur hans stjórnmálaferill hefur einkennst af þrjósku og einhverju leyti þrautseigju. En það hefur verið hans aðall í pólitík að hann stendur fast á sínu,“ segir Friðjón og bendir á að Biden hafi boðið sig fram til forseta þrisvar sinnum.

Kom mörgum á óvart

Hann segir að ákvörðun Bidens um að draga framboð sitt til baka hafi komið mörgum kjósendum á óvart en bendir á að eftir að Kamala Harris fór í framboð á sunnudaginn þá hafi staða demókrata batnað.

„Þetta hleypti nýju lífi í kosningabaráttu demókrata eins og við erum búnir að sjá á undanförnum dögum,“ segir Friðjón.

Viðtalið í heild sinni er aðgengilegt fyrir áskrifendur Morgunblaðsins og hægt er að smella hér til að nálgast þáttinn í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert