„Orðræða til stuðnings Hamas er viðbjóðsleg“

Harris fordæmir mótmælendur harðlega.
Harris fordæmir mótmælendur harðlega. AFP/Kamil Krzaczynski/Matthew Hatcher

Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi demókrata, fordæmir harðlega tiltæki nokkra mótmælenda sem brenndu bandaríska fánann og bendluðu sig við hryðjuverkasamtökin Hamas í gær. 

Mótmælin áttu sér stað nálægt þinghúsinu í höfuðborginni Washington þegar Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, flutti ávarp. Mótmælendur sáust meðal annars með fána hryðjuverkasamtakanna á mótmælunum

„Ég fordæmi alla einstaklinga sem bendla sig við hin hrottalegu hryðjuverkasamtök Hamas, sem hafa heitið því að tortíma Ísraelsríki og myrða gyðinga. Veggjakrot og orðræða til stuðnings Hamas er viðbjóðsleg og við eigum ekki að umbera það í okkar landi,“ skrifaði Harris í færslu á Twitter.

Minnisvarðar urðu fyrir barðinu á veggjakroti mótmælenda. Þarna má sjá …
Minnisvarðar urðu fyrir barðinu á veggjakroti mótmælenda. Þarna má sjá að búið er að krota nafn palestínsku hryðjuverkasamtakanna Hamas á einn minnisvarða. AFP/Andrew Thomas

Táknar fyrirheit Bandaríkjanna“

Hún sagði mótmælendur hafa verið með hatursfulla orðræðu og sagði verknað þeirra vera óþjóðrækinn.

„Ég fordæmi það að bandaríski fáninn sé brenndur. Fáninn er tákn um okkar helstu hugsjónir sem þjóð og táknar fyrirheit Bandaríkjanna,“ skrifaði hún.

Mótmælendur brenndu bæði bandaríska og ísraelska fána.
Mótmælendur brenndu bæði bandaríska og ísraelska fána. AFP/Getty Images/Alex Wong

Að lokum segir að hún styðji við rétt fólks til að mótmæla friðsamlega.

„En við skulum hafa það á hreinu: Gyðingaandúð, hatur og ofbeldi af öllu tagi á sér engan stað í okkar landi.“

Brúður, myndir og eftirlíkingar af Benjamín Netanjahú voru brenndar af …
Brúður, myndir og eftirlíkingar af Benjamín Netanjahú voru brenndar af mótmælendum. AFP/Getty Images/Alex Wong
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert