Kamala Harris, varaforseti bandaríkjanna, fékk það óþvegið frá Donald Trump forsetaframbjóðanda á hans fyrsta kosningafundi í kjölfar þess að Joe biden dró framboð sitt til baka.
Trump kallaði hana „róttækan vinstri brjálæðing“ og sagði hana vera „klikkaða“ fyrir afstöðu sína til þungunarrofs og innflytjendamála.
Hann sagði hana styðja við þungunarrof fram á fæðingu og jafnvel eftir fæðingu.
Hann hjólaði í Kamölu fyrir stöðuna á landamærum Bandaríkjanna við Mexíkó, en árið 2023 var metfjöldi ólöglegra innflytjenda sem fóru yfir landamærin.
Hún fékk það verkefni sem varaforseti að komast að rót vandans hvað varðar förufólkið og sagði Trump hana bera jafn mikla ábyrgð og Joe Biden á stöðu mála.
„Henni var falið það, hún fékk verkefnið, og henni mistókst,“ sagði Brandon Judd, fyrrverandi leiðtogi stéttarfélags landamæravarða, við upphaf fundarins áður en Trump tók til máls.
Trump virtist vera að prófa sig áfram með hvernig hann ætli að gagnrýna Kamölu og kallaði hana ýmsum nöfnum. Þá gaf hann henni viðurnefnið „ljúgandi Kamala Harris [e. Lyin’ Kamala Harris].
Hann státað sig af því að hafa unnið Biden í kappræðunum svo illilega að hann hafi þurft að draga framboð sitt til baka. Sagði Trump svo:
„Núna erum við með nýtt fórnarlamb til að sigra, ljúgandi Kamölu Harris,“ og bætti við að hún væri „vanhæfasti og vinstrisinnaðasti varaforseti í sögu Bandaríkjanna“.